Innlent

Þrjú tekin dópuð undir stýri

Lögreglan í Árnessýslu tók tvær konur og einn karlmann úr umferð á bílum þeirra með skömmu millibili í uppsveitum sýslunnar, á sjöunda tímanum í gærkvöldi, öll grunuð um fíkniefnaneyslu.

Að sögn lögreglu var önnur konan með öllu óviðræðuhæf vegna vímu. Fólkinu var sleppt í gærkvöldi, eftir að tekin höfðu verið blóðsýni, en hald var lagt á bílana. Fólkið hefur allt afbrotaferil að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×