Innlent

Ætlar að skila gögnunum um helgina

SB skrifar
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar.
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar.

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, segist reikna með að skila hinum umdeildu gögnum um helgina eða strax eftir helgi. Hann segir ýmsar verðmætar upplýsingar í gögnunum.

"Það er auðvitað hægt að finna einhverjar upplýsingar sem eru verðmætar fyrir aðra - þá helst fyrir pólitíkusa," sagði Guðmundur í Kastljósinu í kvöld.

Guðmundur var ítrekað spurðu hvort hann ætlaði að skila hinum umdeildu gögnum og sagðist hann reikna með því. "Ég reikna með að ég muni skila þeim um helgina til að enda þetta mál," sagði hann fyrr í þættinum. Undir lok hans var hann aftur spurður hvort gögnin kæmu örugglega í hús þá.

"Jafnvel... eða eftir helgina," sagði hann.

Guðmundur sagði að málið hefði verið blásið óþarflega upp. Í fréttum Sjónvarpsins fyrr í kvöld gagnrýndi Svandís Svavarsdóttir Guðmund harkalega fyrir að aka um á jeppa á kostnað almennings.

"Það er fráleitt og algjörlega út í hött, að fyrrverandi forstjóri sé akandi á rándýrum jeppa sem almenningur borgi undir," sagði hún.

Guðmundur svaraði því til að þrátt fyrir Orkuveitan væri almenningsfyrirtæki þyrfti að reka það sem hvert annað fyrirtæki á markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×