Red Bull í vanda vegna óhapps Webber 25. nóvember 2008 10:08 Mark Webber var fluttur á spítala eftir að hafa fótbrotnað á reiðhjóli en hann tekur þátt í alskyns ævintýrum utan vinnutíma með Red Bull. mynd: Getty Images Fótbrot Formúlu 1 ökumannsins Mark Webber um síðustu helgi á reiðhjóli gæti haft veruleg áhrif á undirbúning Red Bull liðsins fyrir næsta tímabil. Formúlu 1 lið eru að prófa nýjan búnað í bíla sína næstu vikur og mánuði og glænýtt kerfi sem kallast KERS. Það tekur afl úr bremsukerfinu og fæðir vélina auka afli. Öllum þessum prófunum missir Webber af og Red Bull nýtur ekki krafta hans að sama skapi. Mikið mun því mæ'a á Sebastian Vettel sem er nýr liðsmaður Red Bull. "Webber verður sárt saknað, en það er þó meira um vert að hann verði klár í slaginn þegar nýji bíllinn lítur dagsins ljós á næsta ári. En við verðum að nýta tvo næstu mánuði afar vel í ljósi þess að Webber getur ekki æft með okkur", sagði Vettel. Hann náði afbragðstíma á fyrsta degi með Red Bull á dögunum í Barcelona. "Það eru miklar breytingar á bílunum í aðsigi og hvað mig varðar, þá þarf ég að kynnast starfsliði og aðferðum Red Bull frá grunni. Skilningur á milli mín og tæknimanna þarf að vera í lagi og ég er ekki lengur með sama tæknistjóra og hjá Torro Rosso. Það er því mikill lærdómur framundan", sagði Vettel. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fótbrot Formúlu 1 ökumannsins Mark Webber um síðustu helgi á reiðhjóli gæti haft veruleg áhrif á undirbúning Red Bull liðsins fyrir næsta tímabil. Formúlu 1 lið eru að prófa nýjan búnað í bíla sína næstu vikur og mánuði og glænýtt kerfi sem kallast KERS. Það tekur afl úr bremsukerfinu og fæðir vélina auka afli. Öllum þessum prófunum missir Webber af og Red Bull nýtur ekki krafta hans að sama skapi. Mikið mun því mæ'a á Sebastian Vettel sem er nýr liðsmaður Red Bull. "Webber verður sárt saknað, en það er þó meira um vert að hann verði klár í slaginn þegar nýji bíllinn lítur dagsins ljós á næsta ári. En við verðum að nýta tvo næstu mánuði afar vel í ljósi þess að Webber getur ekki æft með okkur", sagði Vettel. Hann náði afbragðstíma á fyrsta degi með Red Bull á dögunum í Barcelona. "Það eru miklar breytingar á bílunum í aðsigi og hvað mig varðar, þá þarf ég að kynnast starfsliði og aðferðum Red Bull frá grunni. Skilningur á milli mín og tæknimanna þarf að vera í lagi og ég er ekki lengur með sama tæknistjóra og hjá Torro Rosso. Það er því mikill lærdómur framundan", sagði Vettel.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira