Lífið

Foreldrar Ragnars í Danmörku

Ragnar Bragason leikstjóri
Ragnar Bragason leikstjóri

Almennar sýningar hefjast í lok febrúar á Foreldrum Ragnars Bragasonar og Vesturports, en Börn hefur verið þar í sýningum frá desember og hlotið afar lofsamlega dóma.

Ragnar verður viðstaddur forsýningu myndarinnar sem samtímis opnar Bíódaga á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þann 7. febrúar. Eftir sýninguna mun han spjalla við áhorfendur um myndina áður en sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn býdur gestum upp á hressingu.

Þetta er í fjórðja skiptið sem menningarhúsið Norðurbryggjan stendur fyrir Bíódögum (m.a. í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn) og verður boðið uppá fyrirlestra, umræður, leikstjóra og ekki síst kvikmyndir frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.