Innlent

Kviknaði í kertaskreytingu á Kleppsveginum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Eldur kviknaði út frá kertaskreytingu í íbúð á Kleppsvegi 62 í hádeginu. Slökkvilið var kallað á vettvang en lögreglumenn sem voru fyrstir á staðinn slökktu eldinn. Litlar skemmdir munu hafa orðið á íbúðinni og engum varð meint af.

Fólk er beðið um að gæta að sér þegar kemur að kertum og kertaskreytingum sem algengar eru á heimilum þessi dægrin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×