Erlent

Átök milli innflytjendagengja í Kaupmannahöfn

MYND/Pjetur

Til átaka kom í Jægerborggade í Kaupmannahöfn í gærkvöldi þegar sló í brýnu milli hópa innflytjenda sem deildu um markaðssvæði fyrir hasssölu.

Um það bil eitt hundrað ungmenni af erlendu bergi brotin brutu rúður í húsum og bílum og hegðuðu sér á annan hátt dólgslega. Óeirðasveit lögreglu fór á vettvang en þurfti þó ekki að hafa sig mikið í frammi þar sem hinar stríðandi fylkingar tvístruðust og forðuðu sér á hlaupum. Enginn var handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×