Sport

Sonja í tíunda sæti í Peking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sonja í lauginni í Peking.
Sonja í lauginni í Peking. Mynd/Íþróttasamband Fatlaðra

Sundkappinn Sonja Sigurðardóttir keppti í morgun í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í Peking og varð í tíunda sæti.

Sonja kom í mark á 57,90 sekúndum sem er hennar besti tími í tæp tvö ár. Hún hafnaði sem fyrr segir í tíunda sæti af fjórtán keppendum og komst því ekki í átta manna úrslitin.

„Ég stefndi að því að komast í úrslit en ég var tveimur sætum frá því. Nú er ég strax bara farin að huga að Ólympíumótinu í London 2012 en það eru minna en 1500 dagar þangað til svo það er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa sig fyrir það," sagði Sonja eftir sundið. Hún hefur nú lokið keppni í Peking.

Mynd og viðtal er fengið á heimasíðu Íþróttasambands Fatlaðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×