Erlent

600 þúsund Kúbverjar fluttir í skjól

Kúbverjar birgðu sig margir hverjir upp af mat fyrir komu Ike.
Kúbverjar birgðu sig margir hverjir upp af mat fyrir komu Ike. MYND/AP

Um 600 þúsund Kúbverjar hafa verið fluttir í skjól vegna fellibylsins Ike sem kom að ströndum eyjarinnar í nótt og mun að líkindum fara yfir hana endilanga.

Í bænum Baracoa á austurhluta eyjarinnar er tjónið þegar orðið gríðarlegt en Ike var orðinn að þriðja stigs fellibyl þegar hann gerði strandhögg á Kúbu. Mikið tjón varð á eyjunum Turks og Caicos þegar Ike fór þar um í gær og á Haítí eru 73 látnir af völdum hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×