Erlent

Lyfjahneyksli í súmóglímuheiminum

Annar bræðranna, Hakurozan sést hér á móti í fyrra.
Annar bræðranna, Hakurozan sést hér á móti í fyrra. MYND/AP

Japönsk súmóglíma er engin undantekning þegar kemur að lyfjaneyslu íþróttamanna.

Tveir þekktir rússneskir súmóglímukappar í japan hafa verið dæmdir í ævilangt bann frá íþróttinni eftir að í þeim fannst maríjúana þegar fyrstu lyfjaprófin innan þessarar íþróttagreinar voru framkvæmd og 69 glímukappar prófaðir.

Í ljós kom að bræðurnir Roho og Hakurozan höfðu neytt maríjúana og lítur japanska glímusambandið brotin mjög alvarlegum augum. Bræðurnir eru rússneskir en það er hefð innan raða súmóglímumanna að þeir taki sér japanskt nafn sem þeir nota á keppnisvellinum. Svo mikið var áfallið að japanska súmóglímusambandið boðaði þegar til neyðarfundar þar sem tekin var ákvörðun um að dæma bræðurna í keppnisbann til æviloka.

Rússnesku bræðurnir voru báðir ofarlega á styrkleikalista súmóglímusambandsins og nöfn þeirra vel þekkt innan þessarar þjóðaríþróttar Japana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×