Innlent

Liggur þungt haldinn í öndunarvél eftir bílveltu

26 ára gamall maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hann velti pallbíl útaf Þingvallavegi við Ljósafossvirkjun á fimmta tímanum í nótt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti manninn á slysstað og hún lenti með hann við Borgarspítalann skömmu eftir klukkan sex í morgun. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn einn í bílnum og er hann grunaður um ölvun við akstur.

Hann er með höfuðáverka og innvortis meiðsli og er haldið sofandi í öndunarvél. Talið er að bíllinn, sem er stór amerískur pallbíll, hafi farið nokkrar veltur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×