Erlent

Berlusconi skemmdi ræðupúlt í Hvíta húsinu

Silvio Berlusconi heldur á hluta púltsins við mikla kátínu George Bush.
Silvio Berlusconi heldur á hluta púltsins við mikla kátínu George Bush. MYND/AP

Vopnabræðurnir George Bush Bandaríkjaforseti og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, gerðu sér glaðan dag í gærkvöld í Hvíta húsinu eftir að hafa stýrt aðgerðum til bjargar bönkum í löndunum tveimur.

Um var að ræða hátíðarkvöldverð á svokölluðum Kólumbusardegi og var áhrifmönnum úr ítalska samfélaginu í Bandaríkjunum boðið til kvöldverðarins. Þegar Berlusconi hugðist taka til máls tókst honum ekki betur til en svo að hann rak sig í púltið með þeim afleiðingum að það datt í sundur. Vakti þetta mikla kátínu hjá matargestum og ekki síður það þegar Berlusconi gekk með efsta hluta púltsins að Bush og hóf að ávarpa hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×