Commerzbank, annar stærsti banki Þýskalands segir að enginn markaður sé lengur til staðar með íslensku krónuna.
Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni og þar er nefnt að síðasta skráða gengið á krónunni í Commerzbank hafi verið 340 krónur. Fyrir mánuði síðan var gengið skráð á 122 krónur hjá bankanum.
Hinsvegar er hið opinbera gengi Seðlabankans á evrunni nú tæpar 156 krónur.