Innlent

Plank í varðhaldi til 3. júní

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Premyzlaw Plank, pólskum karlmanni sem grunaður er um ýmsa glæpi í heimalandi sínu. Þarf hann að sitja í varðhaldi til 3. júní í mesta lagi.

Hæstiréttur staðfesti í gær þá ákvörðun dómsmálaráðherra að Plank skyldi framseldur til Póllands að beiðni þarlendra yfirvalda. Þar er hann eftirlýstur meðal annars vegna gruns um aðild að ólöglegri dreifingu fíkniefna og manndrápi.

Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um það í samstarfi við pólsk lögregluyfirvöld hvernig flutningi Planks til Póllands verður háttað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×