Innlent

Færð víða erfið

Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Annars staðar á Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Á Suður- og Vesturlandi er greiðfært. Hálkublettir eru þó sumstaðar í uppsveitum.

Á Norður- og Norðausturlandi er víðast hvar orðið greiðfært á aðalleiðum. Þó er víða hálka eða hálkublettir á fáfarnari leiðum. Enn er flughálka á milli Kópaskers og Raufarhafnar. Hálkublettir eru einnig á Mývatnsöræfum og við Mývatn.

Á Austurlandi er flughálka á Möðrudalsöræfum. Á Hárekstaðaleið er hálka og hálkublettir. Hálka er á Breiðdalsheiði og á milli Egilstaða og Borgarfjarðar eystri. Annars er víðast hvar orðið greiðfært þó einhver hálka leynist sumstaðar.

Á Suðausturlandi er greiðfært.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×