Innlent

Reykræsta þurfti hús á Laufásvegi

Reykræsta þurfti húsið. Mynd úr safni.
Reykræsta þurfti húsið. Mynd úr safni.

Slökkviliðið var kallað að Laufásvegi á áttunda tímanum í morgun þar sem pottur hafði gleymst á eldavél. Húsið var reykræst og að því búnu hvarf slökkviliðið á brott. Að sögn slökkviliðsmanna leggur mikinn óþef um hús þegar svona lagað gerist. Það kemur þó ekki í veg fyrir að íbúar hússins geti notið jólasteikarinnar þar í kvöld því að til eru sérstök tæki sem geta eytt lyktinni á örskammri stundu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×