Svarnir óvinir sitja við sama borð í París Óli Tynes skrifar 13. júlí 2008 18:15 Meðal ólíkindatóla sem nú sitja saman í París eru Michel Suleiman, forsætisráðhera Líbanons, Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. Því fer fjarri að menn fallist í faðma. Það þótti til dæmis nokkuð broslegt að þegar Assad gekk framhjá Olmert skýldi hann andliti sínu á bakvið handlegginn. En bara að þessir menn skuli vera saman í herbergi þykir nokkur áfangi. Ehud Olmert þótti kveða fast að orði þegar hann sagði að Ísraelar og Palestínumenn hafi aldrei verið jafn nærri því að setja niður deilur sínar. Hugsanlega hefur það einhver áhrif að Olmert á mjög undir högg að sækja heimafyrir vegna rannsóknar á meintri spillingu og vill styrkja stöðu sína með þessum hætti. En Mahmoud Abbas er einnig bjartur í svörum. Hann segir að báðum aðildum sé mikil alvara og að báðir vilji frið. Og það verður að taka með í reikninginn að Ísraelar hafa náð samkomulagi um vopnahlé við Hamas samtökin á Gaza ströndinni. Útlitið hefur því oft verið verra. Miðjarðarhafssambandið er nýtt ríkjabandalag. Það er óskabarn Nikulásar Sarkozys forseta Frakklands. Sarkozy ætlaði sér upphaflega að einskorða aðild að sambandinu við ríki sem liggja að Miðjarðarhafinu. Leiðtogar annarra Evrópuríkja gerðust þá nokkuð trylltir, ekki síst Angela Merkel, kanslari Þýskalands sem var ekki á því að leyfa Frökkum að leika einleik í þessum heimshluta. Niðurstaðan varð sú að 44 lönd eiga nú aðild að sambandinu, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins. Erlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Meðal ólíkindatóla sem nú sitja saman í París eru Michel Suleiman, forsætisráðhera Líbanons, Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. Því fer fjarri að menn fallist í faðma. Það þótti til dæmis nokkuð broslegt að þegar Assad gekk framhjá Olmert skýldi hann andliti sínu á bakvið handlegginn. En bara að þessir menn skuli vera saman í herbergi þykir nokkur áfangi. Ehud Olmert þótti kveða fast að orði þegar hann sagði að Ísraelar og Palestínumenn hafi aldrei verið jafn nærri því að setja niður deilur sínar. Hugsanlega hefur það einhver áhrif að Olmert á mjög undir högg að sækja heimafyrir vegna rannsóknar á meintri spillingu og vill styrkja stöðu sína með þessum hætti. En Mahmoud Abbas er einnig bjartur í svörum. Hann segir að báðum aðildum sé mikil alvara og að báðir vilji frið. Og það verður að taka með í reikninginn að Ísraelar hafa náð samkomulagi um vopnahlé við Hamas samtökin á Gaza ströndinni. Útlitið hefur því oft verið verra. Miðjarðarhafssambandið er nýtt ríkjabandalag. Það er óskabarn Nikulásar Sarkozys forseta Frakklands. Sarkozy ætlaði sér upphaflega að einskorða aðild að sambandinu við ríki sem liggja að Miðjarðarhafinu. Leiðtogar annarra Evrópuríkja gerðust þá nokkuð trylltir, ekki síst Angela Merkel, kanslari Þýskalands sem var ekki á því að leyfa Frökkum að leika einleik í þessum heimshluta. Niðurstaðan varð sú að 44 lönd eiga nú aðild að sambandinu, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins.
Erlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira