Erlent

Segir morðingja Politkovskaju fela sig í V-Evrópu

Morðið á Önnu Politkovsakju vakti mikla athygli enda hafði hún skrifað margar greinar sem ekki voru rússneskum stjórnvöldum að skapi.
Morðið á Önnu Politkovsakju vakti mikla athygli enda hafði hún skrifað margar greinar sem ekki voru rússneskum stjórnvöldum að skapi. MYND/AFP

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovskaju árið 2006 fer huldu höfði í Vestur-Evrópu. Þetta fullyrðir yfirmaður á rannsóknardeild ríkissaksóknara Rússlands í samtali við Interfax-fréttastofuna. Hann segist jafnframt vita í hvaða landi hinn grunaði morðingi haldi sig.

Umræddur maður, Rustam Makhmudov, er sagður hafa skotið Politkovskaju fyrir utan heimili hennar í Moskvu árið 2006. Málið vakti miklar umræður um öryggi blaðamanna í Rússlandi. Poltikovskaja var meðal þekkstustu blaðamanna Rússlands og skrifaði meðal annars um mannréttindabrot rússneska hersins í Tsjetsjeníu.

Nýlega greindi saksóknari í Rússlandi frá því að þrír yrðu ákærðir fyrir aðild að morðinu. Hann fullyrti jafnframt að óvinir Rússlands hefðu skipulagt morðið til þess að grafa undan Vladímír Pútín, fyrrverandi forseta Rússlands. Glæpagengi undir forystu Tsjestjena er sagt bera ábyrgð á morðiinu með aðstoð rússneskra lögreglumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×