Erlent

Abu Ghraib fangar stefna málaliðum

Frá Abu Ghraib fangelsinu, þar sem fangar sættu illri meðferð.
Frá Abu Ghraib fangelsinu, þar sem fangar sættu illri meðferð.

Fjórir menn sem haldið var föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak stefndu í gær tveimur einkareknum öryggisfyrirtækjum sem starfa í Írak. Málaliðar á vegum fyrirtækjanna CACI og L-3 eru sakaðir um pyntingar og stríðsglæpi.

Í stefnuskjölunum sem lögð voru fram í Washington, Maryland, Michigan og Ohio er því haldið fram að fjórmenningarnir hafi þolað barsmíðar, rafstuð og að þeim hafi verið ógnað með hundum við yfirheyrslur.

Katherine Gallagher, lögmaður sem aðstoðar mennina við að reka málið, segir að málaliðar verði að starfa eftir þeim lögum sem gildi og verði að svara til saka ef þeir geri það ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×