Innlent

Staða Guðlaugs Þórs innan ríkisstjórninnar óljós

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Siv Friðleifsdóttir er þingflokksformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Siv Friðleifsdóttir er þingflokksformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Siv Friðleifsdóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra, segir að staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, innan ríkisstjórnarflokkanna sé óljós. Siv segir svik við kvennastéttir og hringlandahátt varðandi nýbyggingu Landspítalans standa upp úr í heilbrigðismálum eftir fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar.

,,Frá því að Guðlaugur tók við sem ráðherra hefur nýbygging Landspítala-Háskólasjúkrahúss verið langstærsta málið sem hefur verið á hans borði. Þetta er mjög mikil framkvæmd sem mun hafa umtalsverð áhrif til framtíðar. Staðan er óskýr og ber ekki vott um að Guðlaugur hafi mjög skýra stöðu innan ríkisstjórnarflokkanna þegar bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar segja að verið sé að skoða að fresta byggingu sjúkrahússins," segir Siv.

Siv segir að ríkisstjórnin hafi svikið fyrirheit um að bæta kjör kvenna og umönnunarstétta við gerð seinustu kjarasamninga við BSRB. ,,Að auki eru ekki gefin nein jákvæð skilaboð inn í yfirstandi kjaraviðræður við stórar kvennastéttir eins og ljósmæður og hjúkrunarfræðinga," segir Siv.

Stefna ríkisstjórninnar er að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming á kjörtímabilinu og endurmeta þurfi sérstaklega kjör kvenna. ,,Einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta," eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×