Innlent

Jóhanna Vigdís nýr framkvæmdastjóri Listahátíðar

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík.

Tuttugu og þrjár umsóknir bárust um starfið og reyndist Jóhanna hlutskörpust en hún tekur til starfa í haust. Jóhanna Vigdís starfaði áður sem forstöðumaður samskiptasviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka en þar áður sem markaðsstjóri hjá Deloitte og í Borgarleikhúsinu.

Jóhanna Vigdís tekur við starfi framkvæmdastjóra Listahátíðar af Hrefnu Haraldsóttur sem gegnt hefur því starfi í rúm sjö ár en hún tekur við starfi listræns stjórnanda 1. október af Þórunni Sigurðardóttur sem verið hefur listrænn stjórnandi Listahátíðar í átta ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×