Innlent

Mótmæla samdrætti RÚV á Vestfjörðum

MYND/GVA

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og tilheyrandi samdrætti í starfsemi svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Ísafirði sem tilkynntar voru að hálfu yfirstjórnar félagsins í gær.

Í tilkynningu er bent á að svæðisútvarp fyrir Vestfirði sé mikilvægur þáttur í tengingu samfélaga á Vestfjörðum og sé einnig hluti af öryggisviðbúnaði. Þá sé hlutverk svæðisútvarpsins að gæta þess að þjóðfélagsumræða á Íslandi byggist á skoðunum allra íbúa landsins. Gildi þá ekki síst að þeir sem um svæðin fjalli búi þar og séu hluti af samfélaginu. Hér gildi hið sama um höfuðborgarsvæði sem önnur landssvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×