Innlent

ESB-ályktanir munu hafa áhrif á Evrópuumræðuna

MYND/GVA

Ályktanir stærstu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins um að Íslendingar eigi að sækja um aðilda að Evrópubandalaginu munu hafa mikil áhrif á Evrópuumræðuna hér á landi að mati þingmanns Samfylkingarinnar.

Stærstu aðildarfélög innan Samtaka atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu, hafa skorað á stjórnvöld að hefja sem fyrst undirbúningsviðræður að Evróupsambandinu.

Fleiri félög innan SA munu fjalla málið á næstu misserum. Ef þau komast svipaðri niðurstöðu gæti það skapað verulega þrýsting á þá stjórnmálaflokka sem eru gegn aðildarviðræðum.

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að það hafi klárlega mikil áhrif þegar stór hluti félaga Samtaka atvinnulífsins hafi ályktan á þann veg að taka eigi upp aðildarviðræður. Það muni hafa áhrif á umræðuna hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×