Innlent

Verslunum ekki lokað í byrjun árs

Ekki stendur til að loka neinum búðum hjá stærstu verslanakeðjum landsins í byrjun árs. Þá eru uppsagnir eða launalækkanir ekki fyrirhugaðar.

Ef spár sérfræðinga ganga eftir verður ein af hverjum tíu verslunum í London orðin tóm innan tveggja mánaða að því er kemur fram í grein Daly Telegraph. Telja sérfræðingar að framundan séu miklir erfiðleika í breskri verslun og eru umtalsverð afsláttartilboð nú strax eftir jól.

Hér á landi kvíða menn nýja árinu hvað verslun varðar en forstjóri Haga, sem reka yfir 20 verslanir, þar á meðal Bónus og Hagkaup, segir þó ekki standa til að loka neinum verslunum fyrirtækisins.

,,Þetta verður þungt næstu mánuði en við erum ekki að loka, nei nei," segir Finnur Árnason forstjóri Haga.

Mikill vöxtur hefur verið hjá lágvöruverslunum síðustu mánuðina. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem á og rekur m.a. Krónuna og Nóatún, segir að 60% aukning hafi verið hjá Krónunni síðustu mánuðina miðað við sama tíma í fyrra. Fjórum verslunum Nóatún af ellefu hefur því verið lokað á árinu og breytt í Krónuverslanir og verður þeirri fimmtu, sem er í Hafnarfirði, breytt í janúar. En hvað með Haga? Finnur segir að staðan og er sé staðan óbreytt.

Ekki stendur til að segja upp fólki hjá Högum eða Kaupási eins og stendur. NTC sem rekur 18 tískuverslanir á landinu. Engum búðum lokað í bráð, segir Svava Johansen, kaupmaður.

,,Nei það stendur ekki til eins og er," segir Svava og bætir við að hagrætt hafi verið í rekstri og innkaupum.

Kaupmenn eru ánægðir með jólasöluna í ár. Svava segir að Íslendingar hafi get sér grein fyrir mikilvægi þess að versla heima og íslenskar vörur. Allir hagnist á því. ,,Mér finnst að Íslendingar eigi að vera bjartsýnir. Við höfum verið það og við eigum að vera það áfram."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×