Innlent

Fernt á slysadeild eftir árekstur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Pjetur Sigurðsson
Fernt var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða sem varð laust fyrir klukkan tíu í kvöld á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Að sögn lögreglu urðu þó ekki alvarleg slys á fólki og hafa gatnamótin verið opnuð á ný en þeim var um tíma lokað vegna athafna lögreglu á slysstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×