Innlent

Sóttu veikan mann í hraunið við Kaldársel

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sótti í gærkvöld karlmann sem hnigið hafði niður og misst meðvitund á göngu við Kaldársel fyrir ofan Hafnarfjörð.

Með manninum í för var kona sem lét viðbragðsaðila vita en hún gat ekki gefið upp nákvæma staðsetningu þeirra. Sjúkrabíll var sendur á staðinn ásamt sexhjóli og fjallabíl slökkviliðsins og þar sem tekið var að rökkva var undanfarahópur frá björgunarsveitum einnig kallaður út.

Greiðlega gekk að finna fólkið og var maðurinn að komast til meðvitundar þegar björgunaraðila bar að garði. Maðurinn var fluttur á sexhjóli úr hrauninu við Kaldársel og þaðan á sjúkrahús til rannsóknar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×