Innlent

Þeistareykir gætu sótt skaðabætur á hendur ríkinu

Frá Þeistareykjum.
Frá Þeistareykjum.

Talið er að Þeistareykir gætu sótt skaðabætur á hendur ríkinu vegna úrskurðar umhverfisráðherra um heildstætt mat á áhrifum framkvæmda vegna álvers við Húsavík.

Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, bað um fund í umhverfisnefnd í dag til að fara yfir það hvaða áhrif ákvörðun ráðherra um heildstætt mat á framkvæmdum tengdum álveri á Bakka hefði og hvort töf yrði á þeim.

Á fund nefndarinnar komu margir sérfræðingar meðal annarra dósent frá Lagadeild Háskóla Íslands sem taldi úrskurð ráðherrans hugsanlega brjóta í bága við lög

Franz Árnason, stórnarformaður Þeistareykja, sagði nú síðdegis eftir fund í Skipulagsstofnun að starfsmenn þar teldu ekki að hægt væri að halda áfram vinnu við framkvæmdir tengdar álveri á Bakka vegna úrskurðar ráðherra og því mætti búast við allt að eins árs töf á framkvæmdum.

Þá sagði Franz að þeir sem fullyrtu að engin töf yrði á verkinu gerðu sér meðal annars ekki grein fyrir því að ekki er hægt að vinna að tilraunaborunum nema fjóra mánuði ársins. Hann tók fram að miklir peningar hefðu þegar verið lagðir fram í þetta verk. Hans fyrirtæki hefði þegar lagt fram tvo milljarða, Landsvirkjun þrjá og Norðurþing einn milljarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×