Bandrísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52 hrapaði í Kyrrahafið í gær. Tveimur af sex manna áhöfn vélarinnar hefur verið bjargað en leit stendur enn að hinum fjórum.
Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska flughernum hrapaði vélin í sjóinn um 40 km norðvestur af eyjunni Guam í vesturhluta Kyrrahafsins. Ekki er vitað um orsakir slyssins.
Þetta er í annað sinn í ár sem stór sprengjuflugvél hrapar við Guam. Í febrúar fór vél af gerðinni B-2 í hafið þar og var það í fyrsta sinn sem vél af þeirri gerð hrapar.