Barak Obama forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum er kominn til Bagdad í Írak.
Þar er hann hluti af sendinefnd bandrískra þingmanna til borgarinnar. Obama mun hitta að máli háttsetta íraska embættismenn, herforingja í Bandaríkjaher og starfsfólk sendiráðs Bandaríkjanna.
Obama heimsótti Afganistan í gær og sagði þá að landið væri miðpúnkturinn í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum.