Innlent

Búið að opna Hvalfjarðargöngin

SB skrifar
Hvalfjarðargöngin voru lokuð í gluggutíma vegna slyss.
Hvalfjarðargöngin voru lokuð í gluggutíma vegna slyss.

Hreinsunarstarfi í Hvalfjarðargöngum er lokið. Búið er að opna göngin. Fellihýsi losnaði frá bíl og skall í vegg.

Marínó Tryggvason, rekstrarstjóri Hvalfjarðarganganna, segir hreinsunarstarf hafa gengið skjótt fyrir sig. Göngunum hafi verið lokað tíu mínútur í fimm en opnuð aftur um hálf sex.

"Það slitnaði hjólhýsi aftan á bíl og fór í vegginn. Það var ekki hætta eða slys á fólki eftir því sem best er vitað," segir hann.

Vegfarandi hafði samband við Vísi og sagðist vera að keyra Hvalfjörðinn í fyrsta skipti í mörg ár og nyti útsýnisins vel. Sannast þar kannski hið forkveðna, að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×