Innlent

Þyrlan lenti með slasaða konu

SB skrifar
Þyrlan lenti við Borgarspítala fyrir skömmu.
Þyrlan lenti við Borgarspítala fyrir skömmu.

Þyrlan Landhelgisgæslunnar lenti nú fyrir skömmu með slasaða konu við Borgarspítala. Konan féll af hestbaki á Snæfellsnesi og hlaut brjóstholsáverka.

Varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni sagði að þyrlan hefði verið að flytja sjúkling frá Breiðafirði þegar tilkynningin um slysið á Snæfellsnesi barst. Á því augnabliki hafi þyrlan einmitt verið stödd skammt frá slysstað og því lent og sótt konuna. Hún hafi lent nokkrum mínútum síðar hjá Borgarspítalanum og þeir slösuðu fluttir frá borði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×