Innlent

Katrín búin að kæra

Nanna Hlín skrifar
Katrín Theódórsdóttir
Katrín Theódórsdóttir

Katrín Theódórsdóttir lögfræðingur Paul Ramses er búin að leggja inn kæru vegna synjunar Útlendingastofnunar á efnismeðferð í máli hans.

Katrín ætlar að krefjast þess að ákvörðunin um synjun verði dæmd ógild og að ný meðferð verði hafin á grundvelli þess að ekki hafi verið rétt staðið að ákvörðunartökunni.

Vísir náði tali af Katrínu þegar hún var á leiðinni í dóms-og kirkjumálaráðuneyti. Að hennar sögn gekk vel að útbúa kæruna.

„Já, en það felst svolítil vinna í að útbúa svona kæru," segir Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×