Hinn sextugi danski leikari Jesper Christensen sagði nei takk við Margréti Þórhildi Danadrottningu þegar hún ætlaði að veita honum riddarakrossinn danska fyrir störf að leiklist.
Jesper þakkaði drottingunni samt fyrir hlýhug í sinn garð. Jesper er andvígur því að konungsfjölskyldur séu til og segir slíkt í andstöðu við nútíma lifnaðarhætti. Sem stendur leikur Jesper í nýjustu James Bond myndinni.