Lýsa Vestmannaeyjar yfir sjálfstæði? Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 18. febrúar 2008 16:20 Elliða líst ekki illa á hugmyndir um sjálfstæðar Vestmannaeyjar. Von hefur kviknað í brjóstum þegna margra smáríkja í kjölfar þess að Kosovo lýsti einhliða yfir sjálfstæði í gær. Ríkisstjórnir Rúmeníu, Spánar, Indlands, Rússlands og Kína eru meðal þeirra sem skjálfa nú á beinunum yfir því að íbúar Transnistríu, Baskalands, Nagalands og hinna og þessa -stana taki sig til og feti í fótspor Kosovo. En Ísland? „Jú, það er aldrei að vita nema við hugleiðum þetta," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við erum tekjuhátt samfélag og sjálfum okkur nóg með flest. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér „hostile takeover" á fastalandinu," segir Elliði og hlær. Hann bætir við að að öllu gamni slepptu hafi hugmyndir um sjálfstæði eyjanna skotið upp kollinum öðru hvoru. Þær hafi til að mynda verið ræddar af fullri alvöru innan stjórnkerfis Vestmannaeyja fyrir 10-15 árum síðan. Vestmannaeyjar gætu þá haft svipaða stöðu gagnvart Íslandi og Isle of Wight hefur gagnvart Bretlandi. Elliði segir þær hugmyndir í sjálfu sér ekki svo galnar. „Vestmannaeyjar eru mjög tekjuhátt bæjarfélag og atvinnulífið stendur hér feiknarsterkum fótum. Okkur svíður skattlagning á ýmsum sviðum eins og til að mynda með veiðigjaldinu," segir Elliði. „Þetta eru allt vangaveltur sem eru þess virði að skoða." segir hann og bætir við að þetta sé þó í bili ekki til neinnar formlegrar umfjöllunar annars staðar en á kaffistofum bæjarins. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Von hefur kviknað í brjóstum þegna margra smáríkja í kjölfar þess að Kosovo lýsti einhliða yfir sjálfstæði í gær. Ríkisstjórnir Rúmeníu, Spánar, Indlands, Rússlands og Kína eru meðal þeirra sem skjálfa nú á beinunum yfir því að íbúar Transnistríu, Baskalands, Nagalands og hinna og þessa -stana taki sig til og feti í fótspor Kosovo. En Ísland? „Jú, það er aldrei að vita nema við hugleiðum þetta," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við erum tekjuhátt samfélag og sjálfum okkur nóg með flest. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér „hostile takeover" á fastalandinu," segir Elliði og hlær. Hann bætir við að að öllu gamni slepptu hafi hugmyndir um sjálfstæði eyjanna skotið upp kollinum öðru hvoru. Þær hafi til að mynda verið ræddar af fullri alvöru innan stjórnkerfis Vestmannaeyja fyrir 10-15 árum síðan. Vestmannaeyjar gætu þá haft svipaða stöðu gagnvart Íslandi og Isle of Wight hefur gagnvart Bretlandi. Elliði segir þær hugmyndir í sjálfu sér ekki svo galnar. „Vestmannaeyjar eru mjög tekjuhátt bæjarfélag og atvinnulífið stendur hér feiknarsterkum fótum. Okkur svíður skattlagning á ýmsum sviðum eins og til að mynda með veiðigjaldinu," segir Elliði. „Þetta eru allt vangaveltur sem eru þess virði að skoða." segir hann og bætir við að þetta sé þó í bili ekki til neinnar formlegrar umfjöllunar annars staðar en á kaffistofum bæjarins.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira