Lífið

Tekjulítill K-Fed gefur 2000 dollara þjórfé

K-Fed og gullkýrin meðan allt lék í lyndi.
K-Fed og gullkýrin meðan allt lék í lyndi. MYND/Getty
Kevin Federline rakar ekki inn tekjum þessa dagana, en hann virðist þó eiga fyrir salti í grautinn. Í nýlegri veitingahúsaferð skildi hann eftir tvö þúsund dollara í þjórfé, rúmar 130 þúsund krónur, eftir að hafa keypt máltíð fyrir 365 dollara.

Lögfræðingi fyrrverandi eiginkonu hans, Britney Spears, finnst í ljósi þessa kominn tími til að hann fari að borga fyrir lögfræðinginn sinn sjálfur. Hluti af samkomulagi Kevins við Britney er einmitt að hún borgi lögfræðikostnað hans, þar á meðal rúmlega þrjátíu milljónir sem hann skuldar lögræðingi sínum, Mark Vincent Kaplan.

Haft er eftir vini K-Feds að hann sé góður drengur inn við beinið, en sé þó ekki alveg jafn saklaus og hann vill láta af vera. Hann lifi enn afar góðu lífi þrátt fyrir að þéna sjálfur á við ólöglegan innflytjanda í þrælkunarvinnu. Dómari mun á endanum ákveða hvað - ef eitthvað - Kevin þarf að borga, en hann hefur ekki miklar áhyggjur af því hvernig fer. Að sögn vinarins veit hann sem er að það verður kaldur dagur í helvíti sem pressan fylgist jafn vel með honum og eiginkonunni fyrrverandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.