Innlent

Eldur í ruslagámi í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Þróttaraheimilinu í Laugardalnum um klukkan hálf tvö í nótt en þar hafði eldur verið borinn að ruslagámi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsins. Þá var kveikt í öðrum ruslagámi við Laugar þar skammt frá. Reyndist þar um lítinn eld að ræða og ekki urðu skemmdir á nærliggjandi húsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×