Innlent

Tafir á umferð frá flugvallarsvæðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Baldur

Verulegar umferðartafir eru á og við Flugvallarveg hjá Hlíðarenda og Öskjuhlíð er mörg hundruð ökumenn freista þess að yfirgefa flugvallarsvæðið eftir að hafa fylgst með sýningaratriðum í tilefni Flugdagsins.

Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að lögregluþjónar á vettvangi hefðu umsjón með umferðinni á staðnum en ekki tjói annað fyrir ökumenn og vegfarendur en að sýna biðlund og halda ró og spekt á meðan um hægist. Ekki er lengur hægt að aka burt af svæðinu um Öskjuhlíð eins og áður var svo eina akbrautin frá flugvellinum liggur um Bústaðaveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×