Krónan og árið kvatt Árni Árnason skrifar 4. desember 2008 03:30 Heiðar M. Guðjónsson og Ársæll Valfells leggja til í grein í Fréttablaðinu 2. desember sl. að við Íslendingar tökum upp aðra mynt hinn 1. febrúar 2009. Að mínu mati er gamlársdagur í ár heppilegri dagsetning eins og Kristinn Pétursson leggur til í grein í Morgunblaðinu daginn áður. Stuðningur við þá dagsetningu byggir á nokkrum veigamiklum ástæðum. Þegar íslensk fyrirtæki gera upp í árslok, en það er uppgjörsdagur flestra fyrirtækja, mun koma í ljós að mörg þeirra eiga ekki fyrir skuldum á núverandi gengi. Eigið fé þeirra er neikvætt. Mikil hækkun erlendra lána í krónum vegna gengisfallsins og vanmat sumra eigna vegna verðbólgu leiðir til þessarar niðurstöðu. Heimild löggjafans til almenns endurmats eigna, sem færa mætti á höfuðstól án tekjufærslu, og uppgjör skulda á sterkara gengi gæti breytt dæminu. Hérlendis er mikil reynsla af slíku endurmati frá fyrri árum. Þótt aðstæður þjóðarinnar séu erfiðar gerast þær ekki betri til einhliða upptöku evru. Hana má framkvæma á sterkara gengi en nú gildir enda ræðst gengið nú mun frekar af stjórnarfarinu en framtíðarhorfum í efnahagsmálum. Nýsett lög um gjaldeyrishöft gera mál jafnvel enn verri. Vissulega eru erlendir aðilar með stöðu í krónunni sem þeir kunna að vilja losa. Það ætti þó að vera auðvelt að finna út hverjir þeir eru og reyna samninga. Þeir kunna jafnvel að vilja eiga hér fé í evrum á hærri vöxtum. Ef þessir aðilar vilja út úr hagkerfinu er frestur á illu verstur. Það getur ekki verið tilgangur löggjafans að vernda erlenda spákaupmenn með gjaldeyrishöftum frá því að skipta krónum yfir í erlenda mynt á versta gengi krónunnar sem við höfum þekkt í Íslandssögunni. Þjóðin ætti að standa stjórnvöldum nær. Ef seðlar og mynt í krónum væru innleyst t.d. á genginu 150 krónur eða styrkara kemur það bæði fólki og fyrirtækjum vel, sem skulda í erlendri mynt, miðað við núverandi gengi. Þessir aðilar sæju þá betur fram úr skuldum. Þeir sæju líka fram á lækkandi vexti. Innflutningsverslunin þyrfti ekki að hækka verð á innfluttri vöru og verðhækkanir gætu jafnvel gengið til baka. Þannig yrði verðbólgan minni og verðbætur lána lægri. Verðtryggingu ætti hins vegar að viðhalda, enda er hún besta leiðin sem fundin hefur verið upp til þess að semja um lán til langs tíma á lægri raunvöxtum en væru lán óverðtryggð. Hins vegar mætti Seðlabankinn gjarnan nýta lagaheimildir sínar og gera kröfu um fasta vexti í slíkum samningum. Lánveitandi á ekki að geta breytt vöxtum verðtryggðra lána einhliða á lánstímanum. Evrópusambandið getur ekki neitað Íslendingum um að taka upp evru á eigin kostnað. Sú aðgerð hjálpar efnahagslífinu að komast út úr vandanum. Íslendingar hafa áður farið í gegnum myntbreytingu sem er í eðli sínu svipuð. Það var gert 1. janúar 1981 þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Nú er deilitalan einungis önnur. Gamlársdagur er rétti tíminn og hann kemur ekki aftur. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Heiðar M. Guðjónsson og Ársæll Valfells leggja til í grein í Fréttablaðinu 2. desember sl. að við Íslendingar tökum upp aðra mynt hinn 1. febrúar 2009. Að mínu mati er gamlársdagur í ár heppilegri dagsetning eins og Kristinn Pétursson leggur til í grein í Morgunblaðinu daginn áður. Stuðningur við þá dagsetningu byggir á nokkrum veigamiklum ástæðum. Þegar íslensk fyrirtæki gera upp í árslok, en það er uppgjörsdagur flestra fyrirtækja, mun koma í ljós að mörg þeirra eiga ekki fyrir skuldum á núverandi gengi. Eigið fé þeirra er neikvætt. Mikil hækkun erlendra lána í krónum vegna gengisfallsins og vanmat sumra eigna vegna verðbólgu leiðir til þessarar niðurstöðu. Heimild löggjafans til almenns endurmats eigna, sem færa mætti á höfuðstól án tekjufærslu, og uppgjör skulda á sterkara gengi gæti breytt dæminu. Hérlendis er mikil reynsla af slíku endurmati frá fyrri árum. Þótt aðstæður þjóðarinnar séu erfiðar gerast þær ekki betri til einhliða upptöku evru. Hana má framkvæma á sterkara gengi en nú gildir enda ræðst gengið nú mun frekar af stjórnarfarinu en framtíðarhorfum í efnahagsmálum. Nýsett lög um gjaldeyrishöft gera mál jafnvel enn verri. Vissulega eru erlendir aðilar með stöðu í krónunni sem þeir kunna að vilja losa. Það ætti þó að vera auðvelt að finna út hverjir þeir eru og reyna samninga. Þeir kunna jafnvel að vilja eiga hér fé í evrum á hærri vöxtum. Ef þessir aðilar vilja út úr hagkerfinu er frestur á illu verstur. Það getur ekki verið tilgangur löggjafans að vernda erlenda spákaupmenn með gjaldeyrishöftum frá því að skipta krónum yfir í erlenda mynt á versta gengi krónunnar sem við höfum þekkt í Íslandssögunni. Þjóðin ætti að standa stjórnvöldum nær. Ef seðlar og mynt í krónum væru innleyst t.d. á genginu 150 krónur eða styrkara kemur það bæði fólki og fyrirtækjum vel, sem skulda í erlendri mynt, miðað við núverandi gengi. Þessir aðilar sæju þá betur fram úr skuldum. Þeir sæju líka fram á lækkandi vexti. Innflutningsverslunin þyrfti ekki að hækka verð á innfluttri vöru og verðhækkanir gætu jafnvel gengið til baka. Þannig yrði verðbólgan minni og verðbætur lána lægri. Verðtryggingu ætti hins vegar að viðhalda, enda er hún besta leiðin sem fundin hefur verið upp til þess að semja um lán til langs tíma á lægri raunvöxtum en væru lán óverðtryggð. Hins vegar mætti Seðlabankinn gjarnan nýta lagaheimildir sínar og gera kröfu um fasta vexti í slíkum samningum. Lánveitandi á ekki að geta breytt vöxtum verðtryggðra lána einhliða á lánstímanum. Evrópusambandið getur ekki neitað Íslendingum um að taka upp evru á eigin kostnað. Sú aðgerð hjálpar efnahagslífinu að komast út úr vandanum. Íslendingar hafa áður farið í gegnum myntbreytingu sem er í eðli sínu svipuð. Það var gert 1. janúar 1981 þegar verðgildi krónunnar var hundraðfaldað. Nú er deilitalan einungis önnur. Gamlársdagur er rétti tíminn og hann kemur ekki aftur. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar