Smokkasala dregst saman í kreppunni 4. desember 2008 08:00 Gunnlaugur Grétarsson segir það áhyggjuefni að smokkasalan sé að dragast saman. Það geti vel verið að þeir séu dýrir en að missa heilsuna sé líka dýrt. fréttablaðið/anton „Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur," segir Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vefmiðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vinsælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjármálahruni sem nú ríkir á Vesturlöndum. Ásgeir staðfestir að sölutölurnar stangist á við það sem er í gangi í öðrum Evrópulöndum. Þá hafi verð á smokkum hækkað um 45 prósent á einu ári og má vel vera að það spili inn í sífellt færri smokkakaup. Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV-samtakanna á Íslandi, segir að smokkar séu vissulega áberandi í mörgum búðum og það sé vel. „Mér finnst þeir hins vegar persónulega alltof dýrir. Að ég tali nú ekki um fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlífinu," segir Gunnlaugur og viðurkennir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Ég vona bara að fólk hætti ekki að kaupa smokka, kannski finnst fólki smokkar of dýrir en það er líka dýrt að missa heilsuna." Gunnlaugur segist ekki hafa þá tilfinningu að skyndikynni séu á undanhaldi. „Nei, mín tilfinning er frekar sú að fólk sé kærulausara." Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að verð á Durex-smokkum hefur hækkað ansi mikið. Tólf smokkar af Extra-safe Durex-smokkum kosta 1.759 í Lyfju og 1.990 í verslunum 10/11. Reyndar má benda áhugasömum á fremur ódýra smokka á vefsíðunni smokkur.is en þar má meðal annars kaupa Atlas-smokka, tólf í pakka, á 390 krónur. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur," segir Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vefmiðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vinsælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjármálahruni sem nú ríkir á Vesturlöndum. Ásgeir staðfestir að sölutölurnar stangist á við það sem er í gangi í öðrum Evrópulöndum. Þá hafi verð á smokkum hækkað um 45 prósent á einu ári og má vel vera að það spili inn í sífellt færri smokkakaup. Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV-samtakanna á Íslandi, segir að smokkar séu vissulega áberandi í mörgum búðum og það sé vel. „Mér finnst þeir hins vegar persónulega alltof dýrir. Að ég tali nú ekki um fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlífinu," segir Gunnlaugur og viðurkennir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Ég vona bara að fólk hætti ekki að kaupa smokka, kannski finnst fólki smokkar of dýrir en það er líka dýrt að missa heilsuna." Gunnlaugur segist ekki hafa þá tilfinningu að skyndikynni séu á undanhaldi. „Nei, mín tilfinning er frekar sú að fólk sé kærulausara." Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að verð á Durex-smokkum hefur hækkað ansi mikið. Tólf smokkar af Extra-safe Durex-smokkum kosta 1.759 í Lyfju og 1.990 í verslunum 10/11. Reyndar má benda áhugasömum á fremur ódýra smokka á vefsíðunni smokkur.is en þar má meðal annars kaupa Atlas-smokka, tólf í pakka, á 390 krónur.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“