Innlent

Tjón eftir sinubruna við Hvaleyrarvatn verulegt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
„Leikr hárr hiti við himin sjálfan.“ Þessi mynd sýnir umfang brunanna tveggja svo ekki verður um villst.
„Leikr hárr hiti við himin sjálfan.“ Þessi mynd sýnir umfang brunanna tveggja svo ekki verður um villst. MYND/Landhelgisgæslan

Að sögn lögreglu er tjónið sem varð við sinubruna á ræktunarsvæði við Hvaleyrarvatn verulegt. Í apríl hafa lögreglumenn af svæðisstöðinni í Hafnarfirði farið í níu útköll vegna sinubruna.

Oft er um að kenna fikti barna með eldspýtur en í nýjustu sinubrununum við Hvaleyrarvatn var ekki slíku fyrir að fara. Þar áttu engir óvitar hlut að máli. Þess má jafnframt geta að fyrr í mánuðinum kviknaði í stolnum bíl og hesthúsi á þessum sömu slóðum en þau mál eru óupplýst.

Skemmdirnar sjást glögglega á meðfylgjandi mynd sem tekin var af Landhelgisgæslunni. Svörtu flekkirnir hvor sínu megin við vatnið sýna svæðin sem urðu eldi að bráð. Til hægri er svæðið sem brann aðfaranótt þriðjudags en vinstra megin má sjá hvar brennuvargar voru á ferð aðfaranótt mánudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×