Innlent

Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN.

Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, 2008 verður haldinn á Rimum, íþróttahúsi Húsabakkaskóla sunnudaginn 4. maí 2008 kl. 16:15. Á dagskrá fundarins eru fræðsluerindi, tónlist, kaffiveitingar og venjuleg aðalfundarstörf. Þetta segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

 

Enn fremur segir þar: „Erindi fundarins flytur Bjarni E. Guðleifsson og nefnist það Minningar frá fyrstu starfsárum SUNN. Um tónlistina sjá þau Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson.

 

Á aðalfundinum leggur stjórnin fram skýrslu sína um sl. tvö ár. Þar kemur fram að SUNN hafa tekið þátt í samstarfi frjálsra félagasamtaka innbyrðis.

Þau hafa einnig tekið þátt í samstarfi við umhverfisráðuneytið sem felst í misserislegum fundum o.fl.

 

Samtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningar, umsagnir um lagafrumvörp og athugasemdir við matsskýrslur vegna umhverfisáhrifa.

Allir eru velkomnir á erindið og til að hlýða á tónlistina og þiggja kaffið. Nýir félagar boðnir eru velkomnir í samtökin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×