Innlent

Forstjórinn fagnar niðurstöðum geislafræðinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Zoega, settur forstjóri Landspítalans.
Björn Zoega, settur forstjóri Landspítalans. Mynd/ Heiða.

Björn Zoega, settur forstjóri Landspítala, segist fagna niðurstöðu geislafræðinga um að fresta uppsögnum sínum um mánuð.

Björn segist vonast til þess að ákvörðun þeirra hafi áhrif á ákvörðun hjúkrunarfræðinga, en um eitt hundrað hjúkrunarfræðingar munu að öllu óbreyttu láta af störfum í kvöld.

Björn segir að nefnd geislafræðinga og stjórnenda spítalans muni taka til starfa undir hans forystu á föstudag. Björn segir það ekki vera vandamál að einungis sé mánuður til stefnu þegar fyrir liggi að það sé raunverulegur vilji beggja aðila til að finna vaktafyrirkomulag sem henti öllum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×