Innlent

Rændi bíl í reynsluakstri

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag rúmlega tvítugan karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld. Maðurinn fór á bíl sem hann fékk lánaðan hjá bílasölu á Selfossi og ók honum til Reykjavíkur. Tveim dögum síðar var hann svo handtekinn en var þá að aka niður Laugaveginn á hinum stolna bíl.

Maðurinn játaði brot sitt og var auk fangelsisvistarinnar dæmdur til þess að greiða allann sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×