Innlent

Fundað um mótmæli í allsherjarnefnd

Stefán Eiríksson lögreglustjóri greindi frá aðgerðum lögreglu á fundi allsherjarnefndar.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri greindi frá aðgerðum lögreglu á fundi allsherjarnefndar. MYND/Einar

Fundur stendur nú yfir hjá allsherjarnefnd Alþingis þar sem verið er að fara yfir mótmælin á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Eins og fram hefur komið í fréttum sló í brýnu með lögreglunni og vörubílstjórum og beitti lögregla piparúða og kylfum í átökunum. Þá var nokkur fjöldi bílstjóra handtekinn og vörubílar færðir af vettvangi.

Stefán Eiríkisson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mætti fyrstur á fund nefndarinnar en þar á eftir komu fulltrúar vörubílstjóra sem skýrðu sín sjónarmið. Málið var tekið fyrir að beiðni fulltrúa stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×