Innlent

Læknar skorar á ráðherra að leysa deiluna

Landspítalinn.
Landspítalinn.

Læknaráð Landspítala lýsir þungum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast á Landspítala vegna brotthvarfs skurð-og svæfingarhjúkrunarfræðinga og geislafræðinga. Þetta kemur fram í ályktun sem Læknaráðið hefur sent frá sér.

Í ályktuninni segir að starfsemi spítalans muni að stórum hluta til lamast ef þeir 100 hjúkrunarfræðingar og 40 geislafræðingar sem hafi sagt upp störfum hætti og gangi út.

„Það hefur legið fyrir mánuðum saman að þessir starfsmenn myndu hætta ef samkomulag um vaktafyrirkomulag næðist ekki og það er einnig ljóst að neyðaráætlun mun engan veginn duga til að halda starfsemi spítalans í ásættanlegu horfi," segir í ályktuninni.

Læknaráð Landspítala skorar á heilbrigðisráðherra að grípa strax inn í deiluna og leysa hana og koma þannig í veg fyrir meiri skaða en orðinn er.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×