Innlent

Fjórir játuðu að hafa kveikt í skóglendinu

Fjórir ungir karlmenn, allir undir tvítugu, játuðu við yfirheyrslur í gærkvöldi að hafa kveikt elda í landi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt.

Um það bil fimm þúsund tré brunnu þar eða eyðilögðust af hita. Mennirnir voru handteknir skammt frá vettvangi í fyrrinótt og var þeim sleppt eftir játningar lágu fyrir, en eiga yfir höfði sér ákæru fyrir eignaspjöll.

Þeir hafa allir gerst bortlegir við lög áður. Ekki liggur fyrir hvort þeir játuðu á sig fleiri íkveikjur á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×