Innlent

Matvælaverð hækkaði mest í lágvöruverslunum

Verð hækkaði mest í lágvöruverslunum samkvæmt verðkönnun ASÍ á verðbreytingum á milli annarar og þriðju viku þessa mánaðar.

Verð hækkaði lang mest í Kaskó, eða um 5,7 prósent, næst mest í Nettó, eða um 3,3 prósetn og svo í Bónus, um 2,9 prósent.

Minni hækkun var í Nóatúni, Hagkaupum og svonefndum klukkubúðum, en hinsvegar lækkaði verð í Samkaupum-Strax um 1,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×