Erlent

Bush hefur staðfest björgunaráætlunina

George W. Bush hefur staðfest framvarp um aðgeraáætlun Bandaríkjastjórnar sem ætlað er að bjarga fjármálakerfi Bandaríkjanna. Sjö hundruð milljörðum dollara verður varið til að kaupa upp undirmálslán bandarískra lánastofnana.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti seinnipartinn björgunaraðgerðin með 263 atkvæðum gegn 171 en fyrr í vikunni var frumvarpið fellt.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið í gær. Það var nokkuð breytt frá því sem fulltrúadeildin hafnaði á mánudaginn. Bætt var við skattívilnunum og hærri tryggingum á bankainnistæðum í Bandaríkjunum.

Við opnun markaða í New York í dag sveifluðust vísitölur uppávið því búist var við að frumvarpið yrði samþykkt.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×