Erlent

Fulltrúadeildin samþykkir björgunaraðgerðina

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu björgunaraðgerð Bandaríkjastjórnar með 263 atkvæðum gegn 171.

Fyrr í vikunni var tillaga um 700 milljarða dollara björgunaraðgerð felld í fulltrúadeildinni með 12 atkvæða meirihluta. Því frumvarpi var breytt til að koma til móts við óánægjuraddir.

Helstu hlutabréfavísitölur féllu hratt skömmu eftir að niðurstaðn úr fulltrúadeildinni var ljós og mikill ótti greip um sig í röðum bandarískra fjárfesta eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Margt benti til þess í dag að björgunaraðgerðin yrði samþykkt og hafði það þau áhrif að verð á hlutabréfum í framvirkum samningum hækkuðu í Bandaríkjunum. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu við opnun markaða eftir hádegið vegna vona um að frumvarpið yrði samþykkt. Þannig hækkaði Dow Jones vísitalan um 1.66 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,44 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×