Lífið

Páll Óskar predikaði í Fríkirkjunni

Páll Óskar Hjálmtýsson, popstjarna, predikaði í sunnudagsguðþjónustu Fríkirkjunnar í dag. Í frétt á heimasíðu kirkjunnar segir Hjörtur Magni Jóhannsson að ástæða þess að hann hafi ákveðið að biðja Pál Óskar að predika sé meðal annars „hans bjarta og jákvæða lífsafstaða."

„Okkur hættir til að verða mjög skammsýn og vonlítil þegar kreppir að. En sá Guð sem við fylgjum í Fríkirkjunni er sá sem gerir alla hluti nýja og kennir okkur að vona og dreyma langt umfram það sem við hingað til höfum þorað að vona eða dreyma," segir Hjörtur Magni.

Auk þess að predika yfir söfnuðinum flutti Páll Óskar lag ásamt Moniku Abendroth.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.