Innlent

Innbrotsþjófar á Broadway

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn, sem brutust inn í skemmtistaðinn Broadway við Ármúla laust eftir miðnætti og höfðu borið talsvert af áfengi út í bíl sinn þegar lögreglu bar að.

Þeir tóku til fótanna en lögregla hljóp tvo þeirra strax uppi og náði þeim þriðja skömmu síðar. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Við leit í bílnum fannst ýmislegt smálegt, sem líklega tilheyrir öðrum en þeim, og lítilræði af fíkniefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×